Leita í fréttum mbl.is

No lack of creativity, lack of effort!

Daginn kæri lesandi (já, eintala!).

 Þorsti getur verið bæði góð og slæm frumþörf. Það má í raun segja að þorstinn sé forsenda þess að einstaklingur taki sig til og veiti líkamanum þá lífsnauðsyn sem vatn er. Í raun að þorsti sé þá verkfæri sem heldur lífinu í fólki. 

En þessi góða hlið þorsta er háð því að vatnið sé innan seilingar og að einstaklingurinn hafi bæði getuna og viljann til að svala þorstanum. Ef að hinsvegar eitt af þessu þrennu er ekki til staðar getur þorsti orðið að einhverju slæmu í því skyni að hann kallar fram óþægilega tilfinningu. Einstaklingnum finnst hann jafnvel innilokaður og vellíðan hans ógnað.

Ef orsökin er sú að vatn sé ekki til staðar er alltaf hægt að kenna utanaðkomandi kröftum um. Jafnvel einhverjum óhagganlegum breytum eins og veðráttu eða samfélagssmíð. Ef getan er það sem hindrar svölunina er hægt að færa óþægindin og reiðina frá þorstanum og yfir á þriðja aðila. Handalaus maður gæti þannig borið fyrir sig að sá sem svipti hann höndunum bæri sökina en ekki einstaklingurinn sjálfur.

Málið vandast hinsvegar þegar bæði getan og vatnið er til staðar en viljinn og drifkrafturinn í það að fá sér að drekka lætur ekki á sér kræla. Hverjum er þar um að kenna? Getur maður þá komið sökinni að einhverju leiti af sjálfum sér? Getur maður grafið upp einhverjar utanaðkomandi breytur sem valda því að letin verður manni að falli?

 Shakespeare sagði: "Be not afraid of greatness. Some are born great, some achieve greatness, and some have greatness thrust upon 'em." .. Kannski að sumir bíði alla sína æfi eftir að síðasti liðurinn hjá Shakespeare komi eins og stormsveipur og verði til þess að vatnssopinn leki sjálfur ofan í glasið.

G. Reykjalin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlaði bara svona rétt að láta þig vita að ég kom hér við - voða gott að hafa eitthvað að lesa með hádegis-skyrinu sínu. Þú mátt eiga von á mér aftur hérna inn :)

Elísabet (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: G. Reykjalín

nohh.. tveir lesendur .. 100% aukning!

G. Reykjalín, 24.11.2008 kl. 12:10

3 identicon

Heldur þú að þetta gæti verið íslandsmet??

Elísabet (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: G. Reykjalín

Það er ekki ólíklegt..

G. Reykjalín, 24.11.2008 kl. 12:23

5 identicon

Ég er þyrst!!

Katrín lesandi nr. 1 (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:33

6 identicon

Vatnsskortur í tæpan sólarhring, sem ég gat engum kennt um nema sjálfum mér og minni bjartsýni, rennur mér aldrei úr minni. Það er ótrúlegt hvað þorsti og vatnsskortur hefur mikil áhrif á sálartetrið meðan maður sér ekki fyrir endann á honum.

Sveinn (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:22

7 identicon

Hvenær kemur næsta færsla??

Katrín lesandi nr. 1 (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:11

8 identicon

HALLÓ!!

Katrín lesandi nr. 1 (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:55

9 identicon

Ég segi nú bara það saman og hinn lesandi þessa bloggs - "hvenær kemur næsta færsla?" Ég ætlaði nefnilega að vera tilbúin - var að hugsa um að fá mér popp og sódavatn með þessu. Mér finnst það við hæfi að hafa það reglulega huggulegt þegar ég les bloggið þitt.

Elísabet lesandi nr. 2 (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband