Leita í fréttum mbl.is

Verði ljós, svo varð allt dimmt!

Maðurinn skarar fram úr á öllum sviðum! Hann keyrir um á hraðskreiðum aksturstækjum samsettum af því besta af mannlegu hugviti. Hann þeytir járnrusli út í geiminn og hefur þann eiginleika að geta horft í augu nágranna síns þótt himinn og haf skilji þá að.


Merkasta uppgötvun mannsins er þó vafalaust tungumálið og það sem getan til tjáningar hefur gefið af sér. Þróun málsins og þess sem af tungumáli leiðir er í raun grundvöllur allrar menningar og framþróunar samfélagsins sem við búum við í dag. Notkun tjáningarmáta er og hefur í aldanna rás verið listgrein útaf fyrir sig. 

Hómer kvað um afdrif Rómar í kviðum sínum.  Shakespeare var með ys og þys þar sem múgurinn grét og hló á víxl, Laxness lét heimsljós sitt skína gegnum sérvisku sem og Sölku Völku á meðan Dan Brown gróf undan stoðum Kaþólsku Kirkjunnar með orðaleik að vopni.

Það virðist þó vera sem að nú, þegar þróun mannkyns er í fullum blóma, að tungumálið sé að lúta í lægra fyrir eigin afkvæmum. Með auknum hraða og sameinaðra samfélagi virðist sem  fólk sé hætt að gefa sér tíma til að setja saman heilstæðar setningar. Reglur um punktanotkun, stóran og lítinn staf og jafnvel stafsetningu eru sniðgengnar og tilgangslausar skammstafanir, styttingar og furðulegar þýðingar komnar í staðin.

"Og við hlógum vel og lengi" er skipt út fyrir LMAO, "Kem aftur að vörmu spori" verður að BRB og í stað þess að bölva á góðri og gildri íslensku eru kjánalegar þýðingar á borð við "fokk" og "sjitt" farnar að skreyta orðabækur nútímans. Mannleg samskipti fara ekki lengur fram augliti til auglitis heldur senda menn textaskilaboð, blogga og kommenta.

Svo virðist sem ungviðið stefni á að taka þetta skrefinu lengra og í stað þess að segja "hæ" og "bæ" sem var farið að teljast nokkuð algengur talsmáti láta þau sér nægja að segja "bleeh" eða í verstu tilfellum einfaldlega "Bé", sama hvort um komu eða brottför er að ræða.

Hver veit? Innan nokkurra ára gætum við verið farin að gelta á hvert annað þegar við reiðumst, mjálma þegar okkur vantar eitthvað og baula þegar við viljum kútinn!

G. Reykjalin sem þykir skondið að líta yfir stafsetningatillögur orðapúkans á þessum texta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla!! Og 100% rétt

Til að mynda... hvað er eikker.... er það ker úr eik eða? 

Gísli Baldur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 13:48

2 identicon

Það er nú orðið þannig að t.d. var hringt í heimasímann og beðið um mig. Pabbi sagði að ég væri ekki heima og sá sem að var í símanum, fúll strákur að sögn pabba, sagði ókey og lagði á án þess að enda samtal þeirra með góðu "blessi". Þannig að það getur vel verið að síðar verði hætt að heilsa, hvort sem um er að ræða í upphafi samtals eða í lok þess...

Herra Berg (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: G. Reykjalín

Ég man á mínum yngri árum þá var ég hræddur við að hringja heim til vina minna og kalla þá með gælunafni. Aldrei hringdi ég og bað um Lolla! Spurningin er bara hvor beljan baular hærra!

G. Reykjalín, 13.9.2007 kl. 15:55

4 identicon

Hahahahaha.... ég var þannig líka, spurði alltaf um vini mína með réttu nafni, og helst millinafni ef þess var að geta.

Gísli Baldur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:05

5 identicon

Velkominn aftur í bloggheima - og ekki er nú verra að sjá að þú hefur gert íslenskuna að umfjöllunarefni Málefni sem mér er einkar hugleikið.

Er samt að velta einu fyrir mér. Ef þið, sem hérna hafið tjáð ykkur, eruð orðnir svona aldnir og skynsamir - HVAÐ ER ÉG ÞÁ????? 

Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:26

6 Smámynd: G. Reykjalín

Ert þú ekki Wilma? .. konan hans fred Flintstone?.. :)

G. Reykjalín, 13.9.2007 kl. 18:45

7 identicon

Herra Berg, ég kannast við þetta.

Í gærkveldi hringdi heimasíminn seint, klukkan rétt að verða 11.

Ég er ekki hrifinn af slíku, og grunaði, sem rétt var að þetta væri til einhvers barnanna minna. Ég sleit upp tækið og svaraði. Þá féll mér allur ketill í eld, því á hinum endanum var ungur maður, kynnti sig með fullu nafni, baðst afsökunar á því hversu seint hann hringdi og óskaði því næst eftir að fá að tala við son minn. Ég brosti mínu breiðasta, sagði það alveg sjálfsagt, og rétti syni mínum tólið.

Mestar líkur eru á að ef sá sem hringdi hefði ekki verið svona ofur kurteis hefði ég lesið viðkomandi pistilinn og sagt honum að hringja ekki á þessum tíma, en það datt mér ekki í hug við þennan dreng.

Lifi kurteisin, og málkunnáttan.

Hjörtur. 

Hjörtur Árnason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband