Mánudagur, 17. nóvember 2008
Og enn hann heldur áfram..
Það var sem ég spáði.. Ég á mér EINN dyggan lesanda.
Framtakssemi vikunnar var ekki meiri en svo að mér tókst að gera við svalahurðina en lét svo þar við liggja. Ég fór hinsvegar í gegnum toppsætið á DVD safninu mínu og prufukeyrði einnig nýja diska sem og að horfa á Freddy Mercury og þá drottningarfélaga lifandi á sviði á Wembley frá árinu 1986.
Ég er smám saman að uppgötva einhverskonar nostalgískan unað af því að horfa á myndir sem eiga tengingu við miðaldir. Braveheart var á áhorfslistanum um helgina sem og Hringadrottinssaga. Ég veit ekki hvað það er en það er ekki laust við að maður fyllist eldmóði af að horfa á svona myndir. Alveg er ég viss um að ég hafi eitthvað þekkt til íslensku raunvíkinganna úr íslendingasögunum í einhverju fyrra lífi.
G. Reykjalin
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrst þú ert eitthvað að gramsa í DvD safninu þínu þá mæli með því að raða DVD myndunum í stafrófsröð.
Þá er auðveldara að finna myndirnar þegar þig langar að horfa á ákveðna mynd. Svínvirkar hjá okkur allavega :)
Margir hafa komið í heimsókn og hlegið af þessu, en svo þegar ég fer í heimsókn til sama aðila þá hefur komið fyrir að sá hinn sami er líka buinn að raða öllu í röð !! hehe
Kv
Linda
Linda (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:54
Já.. Katrín raðaði þessu í stafrófsröð daginn sem við fórum að vera saman svo að ég er góðu vanur.. :)
G. Reykjalín, 24.11.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.