Fimmtudagur, 7. maí 2009
Sköpunarþörfin framleiðnin og truflanirnar
Ég tel að fólk vanmeti þörfina til tjáningar.
Tjáning er form af sköpun. Með tjáningu skapar þú sjálfan þig í augum annarra og með tjáningu verður þú til sem persóna í samfélagi annarra.
En það fyndna við það er að í gegnum ákveðna sköpun annarra verður þú lítið annað en áhorfandi og óvirkur þátttakandi í tjáningu og skilningi annarrar manneskju. Rithöfundar geta sett lesendur sína í ákveðin spor og þannig valið þá leið sem einstaklingurinn upplifir tilveruna sem rithöfundurinn skapar. Sjónvarpsþáttahöfundurinn ákveður hvernig áhorfandinn upplifir viðfangsefnið, ekki bara huglægt heldur einnig sjónrænt!
Hvernig myndum við upplifa ástina ef ekki hefði verið fyrir frönsku skáldin á uppreisnar tímanum? Hvernig myndum við upplifa dauðann ef höfundar biblíunnar hefðu aldrei verið við völd?
Við ákvörðum reynslu útfrá því sem við upplifum.Ef einhver les Hamlet þá þykist hann reyndari en náungi sinn en í raun hefur hann einungis upplifað ákvarðanatregðu og eftirsjá í gegnum augu annars. Hversu langt teygjum við mörk upplifunar? Þarf ég að hafa verið uppi á tímum Leonardo Da Vinci til að skila uppgötvanir hans eða nægir mér að hafa lesið sögubækurnar um afrek hans?
Þegar við stöndum við dauðans dyr leiðist hugurinn að því sem tekur við. Fyrir þá sem trúa á áframhaldandi tilveru stendur hugsanlega til boða að ákvarða eigið tilverustig. Myndum við velja það tilverustig sem liggur fyrir okkur á örlagadeginum eða myndum við velja það stig þar sem okkur leið best?
Værum við tvítug,ókvænt og lifðum lífinu eins og það væri enginn morgundagur eða værum við ábyrg gamalmenni sem ættum fjöldann allan af ættingjum sem felldu tár í marga mánuði eftir fráfall okkar?
Sköpun og reynsla haldast hönd í hönd. Við gefum af okkur reynslu, hluti og líf. Það sem við slikjum eftir þegar okkar dagur er er runninn er okkar sköpun, okkar túlkun á raunveruleikanum.
Eina spurningin er, verður það tilverunnar virði eða var þessi dvöl okkar einungis upplifun þeirra sem létu hlutina gerast?
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Katrín: vá þetta var djúpt en fallegt ;)
G. Reykjalín, 8.5.2009 kl. 00:04
Djúpur á því...
Páll (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 01:35
Upp rifjast heimspekitímarnir í háskólanum.
Sveinn (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.