Leita í fréttum mbl.is

Umbreyting

Ég heiti Gunnar Reykjalín.

Ég er á þessum aldri þar sem maður skilur við ábyrgðarleysi unglingsáranna og tekst á við alvarleika fullorðinsaldursins. Líf mitt hefur umturnast frá því að fletta í gegnum ómerktan auglýsingapóst og yfir í það að taka aðeins við lokuðum umslögum með nafninu mínu á. Svo virðist sem öll þjónustufyrirtæki landsins viti hvað ég heiti og hvar ég á heima. Ég er ekki lengur skotmark tilviljanakenndrar markaðssetningar þar sem nafnlausum smápésum er dreift í mannaðar bréfalúgurnar heldur er líf mitt skoðað, metið og ég valinn sem tilvonandi viðskiptavinur.

Ég hef breyst úr því að komast upp með að gefa stjórnmálum "puttann", horfa ekki á fréttir og skipta mér ekkert af því hver er að svindla á þjóðinni hverju sinni. Núna sit ég límdur við skjáinn að reikna íbúðalán, skoða næstu greiðslur námslánanna, les framboðslista stjórnmálaflokkanna og skoða ekki lengur bara myndirnar á mbl.is

Ég .. ég er að verða gamall!

 

Kveðja

G. Reykjalín 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu velkominn í bloggheiminn - sjálf er ég nú bara nýliði

Ég mun eflaust kíkja við reglulega...

Linda (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:21

2 identicon

Hehe, kallinn bara kominn með skoðanir:P

Herra Berg (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband