Miðvikudagur, 9. maí 2007
Skeggvöxturinn skiptir öllu!
Hæ
Hérna fyrir nokkrum árum státuðum við félagarnir okkur af hugrekki okkar gagnvart "kerfinu" og fannst fátt skemmtilegra en að spila aðeins með siði og venjur samfélagsins.
Eitt skiptið tók ég mig til og rembdist í fjórar vikur við að rækta skeggrót á efri vörinni á mér. Eftir allt erfiðið leit þetta út ekki ósvipað mjólkurskeggi eftir að hafa drukkið kakómalt. Af mikilli nákvæmni tók ég mig til og myndaði úr þessu þessa líka fínu "Nasistamottu" sem þó leit út fyrir að hafa verið teiknuð á með bleklausum penna.
Með stolta mottuna á efrivörinni fórum við félagarnir í hjálpartækjaverslun á hverfisgötunni og fundum einhverja safaríka þýska klámmynd. Sprengfullur af húmor tók ég mig til og kvittaði á debetkortanótuna "Adolf B. Hitler". Afgreiðslumaðurinn lét þetta ekki mikið á sig fá og sleppti okkur lausum þrátt fyrir "svindl" okkar á "kerfinu".
Mér varð það ljóst um daginn þegar ég sat berrassaður í flugstöðvarbyggingunni á JFK flugvelli að svona húmor virkar bara á ákveðnum aldri. Af eigin snilligáfu hafði ég ákveðið að sýna mig fyrir framan konuna og skrifaði "Ahmed bin Laden" á kvittunina fyrir farsímanum í fríhöfninni þar vestra. Þar sem ég hafði gleymt að raka mig þann morguninn voru fulltrúar Homeland Security ekki lengi að skella á sig latexhanskanum og kanna mínar neðribyggðir af mikilli gaumgæfni.
Ég hef ákveðið að læra af reynslunni og nú raka ég mig ávallt þegar ég ferðast til útlanda!Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bandaríkin eru nú ekki þekkt fyrir húmor þegar kemur að þjóðarörygginu. ; )
En það er ágætt að þú hafir húmorinn í lagi!
-Sigrún-
Pro-Sex, 9.5.2007 kl. 17:41
Hehe, góður!! Bjóst ekki við þessum óvænta lokahnikk á sögunni.
Herra Berg (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.