Leita í fréttum mbl.is

Ný föt, gömul sósa og vinnan að baki!

     Hefðir á vinnustöðum er hlutur sem breytist eftir því hver meðalaldur vinnustaðarins er. Þegar ég var að vinna á veitingastað í Reykjavík hér fyrir nokkrum árum var hefðin sú að þegar einhver sagði upp tókum við okkur til og "busuðum" hann á síðasta vinnudaginn. Ég man að í eitt skiptið settum við aðstoðarkokkinn í kalda sturtu, við límdum miða á bakið á einum þjóninum sem hvatti fólk til að klípa í rassinn á honum og þess háttar hrekkjabrögð.

     Ég var eiginlega ekki viðbúinn bréfinu sem lá á skrifborðinu mínu þegar ég mætti í vinnuna í morgun. Málið er það að útibússtjórinn var að segja starfi sínu lausu og ætlaði að fara snemma á eftirlaun. Markmiðið var að reyna að njóta lífsins með konunni áður en ellin grípur í alla taumana. Á Föstudaginn var honum svo frekar brugðið þegar ég sturtaði yfir hann gömlum sósuleifum úr eldhúsinu þar sem hann sat í glænýjum jakkafötum með starfslokasamninginn í höndunum. Það varð hans síðasta verk sem útibússtjóri að binda enda á frama minn sem skrifstofustjóra.

     Ég var ekki busaður þegar ég gekk út með kassann minn núna í hádeginu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt blogg . þú ert alveg að bjarga deginum mínum !

steiniRóses (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband