Leita í fréttum mbl.is

Framsókn, Finnland og Færeyjar

    Það hefur alla tíð þótt mikið sport í mínum vinahópi að finna upp á hinum og þessum drykkjuleikjum til að krydda aðeins upp á næturlífið. Við stunduðum á sínum tíma leiki sem fólu í sér sannsögli, kossa og einhverja millikynja snertingu.

    Einhvernvegin hefur mér alltaf fundist þessir leikir verða til þess að það renni mjög svipað hratt á menn og allir endi einhvernvegin á perunni eftir nokkrar umferðir. Með auknum aldri og fjölda trúlofunarhringja í sífelldri sókn hafa nektar og kossaleikir þurft að lúta í lægra haldi fyrir einfaldari leikjum

    Við létum okkar ekki vanta í kosningaæðinu sem greip landann í gær og uppfærðum leikina yfir á umfangsefni dagsins. Við völdum okkur Eurovisionlag, létum í ljós hvaða flokk við höfðum kosið og svo í hvert skipti sem atkvæði komu inn átti hver og einn að drekka sopa fyrir hvert Eurovisionstig sem landið fékk og annan fyrir hvern þingmann sem flokkurinn fékk inn í hverri talningu.

    Einhvernvegin varð leikurinn þó ekki til þess að menn héldust í hendur hvað vímu varðaði. Bróðir minn, sjálfstæðismaður mikill, gerði þau mistök að velja Serbíu sem sitt land og þjóðernissinninn ég fór edrú heim eftir árangur Íslands og Íslandshreyfingarinnar þetta skiptið!

    Ég var því þó feginn morguninn eftir þegar bróðir minn hringdi í mig og sagði að hann kæmist ekki í kvöldmat þar sem ekki væri flogið til Færeyja nema annan hvern dag! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hell yeah!!! Svona á að taka drykkjuleik mar:) Halda með Sjálfstæðisflokknum þar sem að það er öruggt að maður á eftir að hagnast á því;)

Herra Berg (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 18:34

2 identicon

Pff... nú missti Herra berg nokkur stig hjá mér... ætla að commenta í lag sem mér finnst vera viðeigandi um sjálfstæðisflokkinn.

"The bottom line is money, Nobody gives a fuck"

Gísli (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 19:49

3 identicon

Jæja, enn einn kratinn!!! Það er alveg ótrúlegt hvað fólk vill mikið vinstristjórnir!! Lesið í söguna og sjáið að það gerir þjóðarbúinu ekkert nema vont!

Herra Berg (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 20:05

4 identicon

Sagði ég einhverntíman að ég vildi vinstristjórn?! Nei aldrei. Það er svo merkilegt með þessa sjálfstæðisdýrkendur.... að ef maður stiður ekki sjálfstæðisflokkinn þá er maður undantekningalaust stimplaður vinstrisinnaður og kommúnisti (eða álíka)

Gísli (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:01

5 identicon

Fyndið líka að sjá hvað þessir blessuðu sjálfstæðismenn þurfa alltaf að vera að sanna sig og finnast þeir verða að skjóta á allt sem ekki þóknast þeim og þeirra flokki!

Það að kalla fólk bara "krata" ef það hefur aðrar skoðanir en bláhandaðir íslendingar er svona eins og þegar krakkarnir í sandkassanum eru að metast um hvor pabbinn er sterkari!

Það þarf virkilega að fara að taka til í þessum capítalísku einstefnusjónarmiðum sem virðast einkenna unga sjálfstæðismenn!

GIS (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 13:35

6 identicon

Jahh, ekki ætlið þið að fara að segja mér að hinir flokkarnir séu ekki vinstri flokkar? Ef að þeir segjast vera á miðjunni þá eru þeir nú bara aðeins að reyna að komast yfir á hægri vænginn til að ná í kjósendur. Þið munið aldrei heyra að stofnað hafi verið til 3 flokka vinstistjórnar með xS, xV og XD. Ef að þú vilt ekki vinstri stjórn, hvernig í ósköpunum ætlaru þá að fá hægristjórn án Sjálfstæðisflokks?

Og kratanafnið er nú yfirleitt notað um vinstri sinnað fólk. Ekki var það ég sem að fann það upp. Og ekki hef ég verið þekktur fyrir einstefnusjónarmið, hélt að þú þekktir mig betur.

Herra Berg (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 14:09

7 identicon

Ég spyr nú bara hvernig verður ríkisstjórn samfylkingar og sjálfstæðisflokks? Hljómar mjög einkennilega.

Lolli (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 22:36

8 identicon

Dóri minn... það er til svolítið sem heitir miðjustjórn... það er ekkert bara til hægri og vinstri (sem er þar að auki algjörlega afstætt hugtak).

Gísli (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 10:23

9 identicon

Eftir því sem að ég kemst næst þá er ekki til nein miðja. Miðjan er örþunnt strik sem að skiptir hægri og vinstri. Allir flokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn skilgreina sig í það minnsta örlítið til vinstri. Nema Framsókn sem að hoppar stundum yfir línuna. 

Herra Berg (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:45

10 identicon

Engin miðja?

En ef þú "representar" jafn mikinn hluta Hægri sjónarmiða og vinstri sjónarmiða? Er það þá bara ekkert nema vinstrisjónarmið BARA af því þeir styða vinstri sjónarmið af einhverju leiti. Eru þeir þá bara Kratar? Þetta er svona eins og þegar audio balance er stillt á Núll! Jafn mikið til hægri og það er til vinstri! .. það er MIÐJAN!

Svo langar mig að benda þér á það að ég kaus flokk sem telst "hægriflokkur". Það sem ég kaus var að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tækju saman föggur sínar og drulluðu sér úr ríkisstjórn. Það tókst ekki alveg að þessu sinni en það kemur dagur eftir þennan dag! Svo langar mig að benda þér að skoða söguna svolítið sjálfur. Vinstristjórnir HAFA virkað og GETA virkað! Vinstristjórn þýðir ekki kommúnur, Stalín, fátækt og kommúnismi!

GIS (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 12:40

11 identicon

Það er í það minnsta enginn flokkur á Íslandi sem að hefur jafn mikil vinstri og hægri sjónarmið. Og ef svo væri þá gæti hann ekki farið með meirihluta einn síns liðs og því er ekki hægt að vona eftir miðjustjórn eins og Gísli sagði. Bara að benda á það sko.

Varðandi það að vinstri stjórnir virki þá virkaði seinasta vinstrisjórn fyrir mjög mörgum árum. Síðustu vinstristjórnir hafa ekki skilað sínu og ég efast um að þær gætu mögulega funkerað eins og staðan er í dag. En það er bara mitt álit. Gæti alveg þorað að veðja að þið séuð ekki sammála. 

Herra Berg (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband