Mánudagur, 10. nóvember 2008
Já fínt, já sæll, það er komin færsla!
Eftir að hafa uppgötvað að nauðsynleg heilastarfsemi til að spila tölvuleikjaval helgarinnar var nákvæmlega engin, hef ég fundið fyrir brennandi þörf á beitingu sköpunar og framleiðni. Ég hef því ákveðið að leita á náðir skáldagyðjunnar svona í byrjun viku og sjá hvort að ég uppsker ekki einhvern ávöxt sem er haldbærari en rassafarið í sófanum heima.
Ég get ekki sagt að ég leggi að jafnaði mikla vinnu í efni sem er ætlað á netið en í dag eyddi ég bróðurpartinum af níunda klukkutíma dagsins í að finna eitthvað sniðugt til að skrifa. Uppskeran var eitt lítið og sætt fúkyrði sem á að hrinda enskum forvera sínum úr sæti svona á meðan Ísland á í milliríkjadeilu við tjallana handan hafsins.
Ég hvet þig, lesandi góður (og já ég geri fastlega ráð fyrir að það séu ekki mikið fleiri en einn lesandi að þessari færslu) að nota fúkyrðið á einhverjum tímapunkti í þessari viku og sjá hversu vel það á við í íslensku athafna-, fjölskyldu- eða einsemdarlífi.
Og hér kemur þá Fúkyrðið.
# Blástu það úr bossa þínum! #
Kv. Gunnar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er heldur ekkert voðalega hollt að sitja fyrir framan tölvuleiki allan daginn Ég er mjög stollt af þessu framtaki.. gera eitthvað skapandi
Katrín lesandi nr. 1 (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 08:11
Hehe .. rétt er það.. :)
G. Reykjalín, 11.11.2008 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.