Leita í fréttum mbl.is

Á bleikum náttslopp!

    Þegar ég var aðeins yngri var það voðalegt sport að finna sér dömu í bænum, fara með henni heim til hennar og framkvæma hluti sem ekki væru við hæfi fólks á okkar aldri. Svo þegar við höfðum bæði lokið okkur af var málið að koma sér eins fljótt og hægt var út úr íbúð dömunnar. Við félagarnir sögðum svo hvorum öðrum sögur af því þegar við stukkum af svölum á þriðju hæð, klifruðum eftir þakrennum eða þurftum að hlaupa af okkur mannýga hunda.

    Ég hélt um daginn að ég gæti endurupplifað þessa gömlu daga. Reynt að kynda upp í köldum glæðum með því að gera eitthvað sem ég gerði á mínum yngri árum. Ég eldaði góða máltíð handa konunni, keypti dýrt rauðvín og við áttum yndislega kvöldstund saman. Við nutum ásta fram eftir nóttu og ljóst var að þetta yrði nótt sem ekki myndi gleymast í bráð!

    Það var þó ekki fyrr en morguninn eftir sem ég gerði mér grein fyrir hvaða vitleysu ég hafði gert! Málið er neflinlega það að eftir að konan var sofnuð skellti ég á mig náttsloppnum hennar, stökk út á svalir og klifraði niður í garð. Alsæll eftir sigur kvöldsins fattaði ég að ég var lykillaus þarna í bakgarðinum. Ég ákvað þá að leggja leið mína til foreldra minna og gista í þeirra íbúð þar sem þau voru erlendis. Íbúðin var hinumegin við leikskólann í hverfinu svo ég var ekki lengi að vippa mér þangað yfir. Ég vaknaði síðan snemma og ákvað að koma við í sjoppunni á leiðinni heim. 

    Svipurinn á afgreiðslukonunni þegar ég gekk inn í sjoppuna hefði getað sagt mér meira en ég var reiðubúinn að heyra. Í sjónvarpinu fyrir aftan afgreiðsluborðið var þulan að lesa upp tilkynningu: "Lögreglan í Reykjavík leitar karlmanns á þrítugsaldri. Maðurinn var eingöngu klæddur bleikum náttslopp og sást síðast til hans á leikskólalóð í miðbæ Reykjarvíkur". 

    Það var ekki fyrr en þrír fullklæddir lögregluþjónar ruddust inn í sjoppuna að ég áttaði mig á því hvað ég hafði gert rangt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, þessi er góð:) Meira af svona.

Herra Berg (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 18:46

2 identicon

Hehe góð saga

Lolli (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband